Dvergarnir stóðu upp úr á Pollamóti Þórs í körfubolta

Hinir hugprúðu Dvergar frá Sauðárkróki stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 25-39 ára. Mynd: thorsport.is.
Hinir hugprúðu Dvergar frá Sauðárkróki stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 25-39 ára. Mynd: thorsport.is.

Pollamót Þórs í körfuknattleik fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. nóvember með pompi og prakt. Eitt hundrað þátttakendur í fimmtán liðum öttu kappi og sáust mörg falleg tilþrif og enn fleiri bros. Þrjú lið komu úr Skagafirðinum Molduxar, Hofsósingurinn og Dvergarnir, sem að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 25-39 ára.

Á heimasíðu Þórs segir að keppendur hafi skemmt sér vel og þótti mótið sjálft takast afar vel. „Eftir hörkukeppni voru það Læðurnar sem urðu hlutskarpastar í kvennaflokki 20 ára og eldri. Snobbarar unnu í flokki karla 40 ára og eldri. Loks stóðu Dvergar uppi sem sigurvegarar í karlaflokki 25-39 ára.“ Sem fyrr þótti Molduxum þeir vera í langflottustu búningunum.

Skipuleggjendur mótsins þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna og vonast til að sjá alla aftur að ári og enn fleiri en stefnt er að því að halda aftur Pollamót Þórs í körfuknattleik fyrrihluta október 2020.

HÉR er hægt að nálgast myndir frá mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir