Dýllari á leið til Moskvu

Óskar Páll er alvanur því að landa stórlöxum en skyldi hann landa Evrovisionsigri?

Dýllarinn og Skagfirðingurinn Óskar Páll Sveinsson tryggði sér rétt í þessu farseðilinn til Moskvu, báðar leiðir, er Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng lag hans Is it True til sigurs í undankeppni Evrovision. Lag Erlu Gígju við lag Hilmis Jóhannessonar náði því ekki sigri og spurning hvort Hilmir afhendi ekki bara Óskari Páli rúblurnar sem hann var farinn að safna undir koddann hjá sér. Nú er bara að klára Miðgarð enda engar líkur á að tónleikahúsið í kreppuborg verði klárt í tæka tíð. Feykir.is óskar Óskari Páli til hamingju og eins Erlu Gígju, Hreindísi Ylvu og Hilmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir