Dýrbítur í Enni í Viðvíkursveit

 

Óvenju bíræfin tófa var felld á dögunum í Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði en hún hafði náð að drepa fimm lömb sem voru á beit rétt við þjóðveginn.

Haraldur Jóhannsson bóndi í Enni segist ekki muna eftir því að refir leggist svona á haustlömbin en lágfótan hafði náð að bíta í kjálka lambanna og nagað þá af. Kjálkarnir lágu nagaðir við hlið lambanna sem að öðru leiti höfðu ekki verið nöguð af rebba en hrafninn var farinn að gera sér veislu úr hræjunum.

Haraldur vonar að tófan sem felld var hafi verið ein að verki en hann hefur ekki orðið var við frekari ódæði hennar eftir að hún var tekin úr umferð.

Haraldur segir að fjölgunin sé orðin svo mikil í tófustofninum að meiri líkur séu á því að hitta ref á ferðum sínum en hund.

Fleiri fréttir