EINELTI – opinn borgarafundur í dag
Í kvöld verður haldinn opinn borgarafundur í Húsi frítímans á Sauðárkróki og hefst hann kl. 20:00. Fundurinn er liður í eineltisátaki sem Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT standa fyrir í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu.
Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda á hverjum stað, setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur.
Fundir hafa verið haldnir í Árborg, á Ísafirði og í Reykjanesbæ og framundan eru fundir á eftirtöldum stöðum: Sauðárkróki 5. október, Akureyri 6. október, Grundarfirði 12. október, Fljótsdalshéraði 19. október, Borgarbyggð 21. október, Vestmannaeyjum 26. október, Höfn í Hornafirði 28. október og í Reykjavík 3. nóvember.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.