Eitt stærsta skip sem komið hefur í höfnina

Á föstudaginn var flutningaskipið Horst B. frá Samskipum að losa og lesta í Sauðárkrókshöfn. Komu nálægt 40 gámar í land, bæði lestaðir og tómir, og um borð fóru nálægt 50 gámar með um það bil 1.100 tonn af ýmsum varningi, t.d. fisk, kjöti og rækju.

Er þetta með því mesta sem lestað hefur verið frá því strandsiglingarnar hinar síðari hófust, að því er segir á heimasíðu Skagafjarðarhafna. Skipið er um 122 metrar að lengd og 6.300 brúttó tonn og þannig með stærstu skipum sem komið hafa til Sauðárkrókshafnar eftir að Suðurgarður var byggður.

Fleiri fréttir