Ekið á hross í gærkvöldi

Eitt hross drapst þegar ekið var inn í hrossahóp við Garðsenda austan Hegraness, í gærkvöldi. Að sögn lögreglu slapp ökumaður bílsins með skrámur en bíllinn er væntanlega ónýtur. Ökumaður taldi sig hafa ekið á tvö hross en hópurinn tvístraðist við áreksturinn.

Fleiri fréttir