Ekið á þrjú hross

Bíllinn skemmdist mikið og ökumaður slapp við alvarleg meiðsli. Mynd: FE.
Bíllinn skemmdist mikið og ökumaður slapp við alvarleg meiðsli. Mynd: FE.

Snemma í gærmorgun var ekið á þrjú hross skammt frá bænum Krossi í Óslandshlíð í Skagafirði með þeim afleiðingum að þau drápust. Verulegt tjón varð á bílnum og að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra var ekki talið að ökumaður hafi hlotið alvarleg meiðsli.

Viðmælandi Feykis hjá lögreglunni taldi hrossin hafa sloppið úr hólfi í nágrenninu. Sagði hann of mikið gerast af  því í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og er bændur hvattir til að halda girðingum í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir