Ekkert ferðaveður á Norðurlandi
Samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni er ekkert ferðaveður víða á landinu.
Norðanlands er hálka og skafrenningur í Húnavatnssýslum. Þverárfjall og Siglufjarðarvegur eru ófær.
Ófært er nánast á öllu Norðausturlandi og óveður. Beðið er með allan mokstur.
Veðrið gengur niður þegar líða tekur á vikuna með rigningu en svo hvessir aftur um næstu helgi eftir því sem spáin segir.
Hægt er að nálgast spána HÉR