Ekkert ferðaveður - lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð

Á Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Búið er að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði vegna veðursins, þæfingur er á Öxnadalsheiði. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar er vaxandi veðurhæð og víða 18-23 m/s yfir miðjan daginn. Ofankoma, skafrenningur og víðast mjög lítið skyggni. 


Meðfylgjandi myndir eru fengnar frá Björgunarfélaginu Blöndu.

10334429_1506501496299738_4758578285447395208_n 10846372_1506501492966405_3759165706896561597_n

Fleiri fréttir