Ekkert ferðaveður - lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.12.2014
kl. 14.32
Á Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Búið er að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði vegna veðursins, þæfingur er á Öxnadalsheiði. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar er vaxandi veðurhæð og víða 18-23 m/s yfir miðjan daginn. Ofankoma, skafrenningur og víðast mjög lítið skyggni.
Meðfylgjandi myndir eru fengnar frá Björgunarfélaginu Blöndu.