Ekki fært að setja upp ljósakrossa vegna snjóþyngsla
Vegna snjóþyngsla og ótíðar sér sóknarnefnd Barðskirkju ekki fært að setja upp ljósakrossa við leiðin í kirkjugarðinum fyrir hátíðirnar. Í fréttatilkynningu frá sóknarnefndinni segir að aðstandendum sé eftir sem áður frjálst að setja eigin skreytingar við leiði ástvina sinna.
„Athygli skal vakin á því að ekki er víst að auðvelt sé að staðsetja leiðin og fólk hvatt til að fara varlega með skóflur og þessháttar til að skemma ekki krossa og legsteina,“ segir loks í fréttatilkynningunni.
