Eldsvoði á Skagaströnd

Eldur kviknaði í bát á Skagaströnd á fimmta tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra stóð báturinn við hlið einbýlishúss í bænum og náði eldurinn að læsa sig í þakskegg hússins. Engan sakaði.

Upptök eldsins liggur ekki fyrir en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

 

Fleiri fréttir