Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Eins og sjá má myndaðist mykill reykur þegar eldar náðu að loga í Steinullarverksmiðjunni i gær. Mynd: Hugrún Pálsdóttir.
Eins og sjá má myndaðist mykill reykur þegar eldar náðu að loga í Steinullarverksmiðjunni i gær. Mynd: Hugrún Pálsdóttir.

Slökkviliðið Brunavarna Skagafjarðar var kallað út í gær vegna elds í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Á Facebooksíðu þess  kemur fram að tildrög eldsins megi rekja til þess að glóð frá spunavél hafi náð að kveikja eld í hersluofni verksmiðjunnar sem síðar barst í hreinsunarkerfi verksmiðjunnar og kveikt í síum sem þar eru.

Mikill hiti myndaðist í blásurum sem eru í afgasröri, með þeim afleiðingum að tengimúffa á rörinu brann en slökkvistarf gekk vel og litlar skemmdir urðu á öðrum búnaði verksmiðjunnar.

„Því má einnig bæta við að frekar erilsamt hefur verið hjá Brunavörnum Skagafjarðar undanfarna daga, m.a. eldur í hænsnakofa, reykræsting íbúðar og fjöldi sjúkraflutninga vel yfir meðallagi,“ segir í færslu Brunavarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir