Emelíana Lillý sigraði

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir. MYND SIGURLAUG VORDÍS
Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir. MYND SIGURLAUG VORDÍS

Þann 6. desember var söngkeppni FNV haldin líkt og undanfarin ár, til þess að skera úr um hver fer fyrir hönd skólans í stóru Söngkeppni framhaldsskólanna 2024.

Emelíana Lillý söng lagið Never enough með miklum glæsibrag og sigraði keppnina og fer því fyrir hönd skólans í stóru söngkeppnina. Í öðru sæti var Heiðmar Gunnarsson með lagið Broken eftir Ísak Danielsson, en Heiðmar sigraði einmitt undankeppnina í fyrra og í  því þriðja höfnuðu þeir bræður Jóel og Ísak Agnarssynir með lagið Fallegur Dagur. Í dómnefnd voru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson og Ingi Sigþór Gunnarsson og þeirra hlutverk ekki öfundsvert að þurfa að velja úr öllum þessum hæfileikum sem í þessari keppni voru.

Feykir óskar Lillý innilega til hamingju með sigurinn og ykkur öllum sem tókuð þátt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir