Endurbætur við Fellsborg

 

Unnið að hellulagningu. Mynd: Skagaströnd.is

Á heimasíðu Skagastrandar kemur fram að umhverfið í kringum félagsheimilið Fellsborg hafi tekið miklum stakkaskiptum að undanförnu.

 

Bílastæðið hefur verið malbikað, kantsteinar steyptir, ljósastaurar settir upp, verið er að helluleggja fyrir framan innganginn, og innan skamms verða lagðar túnþökur meðfram framkvæmdasvæðinu og loks er ætlunin að mála bílastæði. Er bílastæðið nú 2100 fermetrar að stærð og verður svæðið allt upplýst. Nú verður pláss fyrir 71 bíl á bílastæðinu.

Á heimasíðu sveitarfélagsins er verktakanum Árna Geir og samstarfsmönnum hans, þeim; Stefán Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson, Gunnar Tryggvi Ómarsson og Ragnar Már Björnsson hrósað fyrir vel unnin störf.

Fleiri fréttir