Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.10.2008
kl. 08.25
Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum í gær endurskoðaða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2008 rekstrarniðurstaða ársins er kr. 57.460.000.- og handbært fé í árslok er kr. 55.765.000.-
Undir þessum lið tók Valgarður Hilmarsson til máls og ræddi þá efnahagslegu stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu í dag og hvatti menn til að vera bjartsýna þrátt fyrir stöðuna.