Endurskoðun fjárhagsáætlunar samþykkt samhljóða

Endurskoðun fjárhagsáætlunar Sveitarstjórnar Skagastrandar var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 28. nóvember sl.

Helstu niðurstöður í endurskoðaðri fjárhagsáætlun er að heildartekjur samstæðu nema 491.804 þús. en í samþykktri áætlun var gert ráð fyrir að tekjur yrðu 455.922 þús. Endurskoðuðu áætlun gerir ráð fyrir að rekstrarkostnaður fyrir afskriftir nemi 470.846 þús. en í fjárhagsáætlun var rekstrarkostnaður áætlaður 428.644 þús.

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir verði jákvæð um 20.958 þús. en í samþykktri fjárhagsáætlun var reiknað með að rekstrarniðurstaða yrði jákvæð um 27.278 þús.

Rekstrarniðurstaða endurskoðaðrar áætlunar er neikvæð um 1.615 þús. að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða en upphaflega var áætlað að hún yrði jákvæð um 8.836 þús. Í sjóðstreymi endurskoðaðrar áætlunar er gert ráð fyrir að fjárfesting ársins verði 52.500 þús. en upphaflega var gert ráð fyrir 42.000 þús.

Hér má sjá fundargerð frá sveitarstjórnarfundinum.

 

 

 

 

Fleiri fréttir