Enginn peningur til
Á síðasta fundi byggðaráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu þar sem fram kom að ekki væri til fjármagn til að stofna og reka framhaldsdeild frá FNV á Hvammstanga.
Bréfið er svar við erindi sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá nóvember sl. þar sem óskað var eftir því að Menntamenningarmálaráðuneytið heimilaði stofnun framhaldsdeildar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Hvammstanga og veitti því verkefni fjárhagslegan stuðning.
