Skemmtiferðaskip væntanlegt til Sauðárkróks 2020

Seabourn Quest
Seabourn Quest

Nýverið barst Sauðárkrókshöfn fyrsta bókunin um skemmtiferðskip til Sauðárkróks og er áætlað að það komi 6. júlí 2020. Skipið ber nafnið Seabourn Quest og er 200 metrar að lengd, 32.477 brt og ristir 6,5 metra.

Á vef Skagafjarðarhafna kemur fram að skipið muni leggjast á akkeri og ferja farþegana í land sem eru 450 en í áhöfn eru 335 manns. Einnig segir að mikill áhugi sé núna hjá umboðsaðilum skemmtiferðaskipa að koma til Sauðárkróks og má búast við fleiri bókunum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir