Enn er hægt að krækja sér í kótelettumiða

Ákveðið hefur verið að framlengja miðasölutímann á kótelettukvöld Lions, sem fram fer annað kvöld í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, fram á morgundaginn. Miðasalan hefur gengið vel að sögn Ásgríms Sigurbjörnssonar hjá Lionsklúbbi Sauðárkróks og er hann ánægður með viðtökur Skagfirðinga.

Afrakstur kótelettukvöldsins verður settur í söfnun sem Lionsklúbbarnir í Skagafirði; Lionsklúbbur Sauðárkróks, Lionsklúbbur Skagafjarðar, Lionsklúbburinn Höfði og Lionsklúbburinn Björk, standa að þar sem safnað er fyrir skynörvunar herbergi í Iðju á Sauðárkróki.

Kótelettukvöldið hefst klukkan 20:00 en miðasala fer fram í Blóma- og gjafabúðinni, KS Varmahlíð og KS Hofsósi. 

Tengd frétt: Lionsklúbbarnir safna fyrir skynörvunarherbergi

Fleiri fréttir