Erill hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Eins og sjá má er vörubifreiðin, sem kviknaði í í Norðurárdal, gersamlega ónýtur. Myd: PF.
Eins og sjá má er vörubifreiðin, sem kviknaði í í Norðurárdal, gersamlega ónýtur. Myd: PF.

Rétt eftir miðnætti í fyrrinótt eða um kl. 00:40 var óskað eftir aðstoð slökkviliðs Brunavarna Skagafjarðar í Norðurárdal í Skagafirði, vegna elds sem logaði í vöruflutningabifreið af minni gerðinni. Var bifreiðin alelda þegar komið var á vettvang og allt ónýtt sem í henni var. Samkvæmt Facebooksíðu slökkviliðsins voru tveir einstaklinar í bifreiðinni en varð þeim ekki meint af. Eldsupptök eru ókunn.

Fyrir viku síðan var nýr slökkvibíll formlega afhentur á opnum degi Brunavarna Skagafjarðar en hann hafði þá þegar sannað gildi sitt. Var hann notaður við slökkvistörf við bílaverkstæði KS skömmu áður. Kvöldið eftir að bíllinn var formlega afhentur voru svo nokkrir slökkviliðsmenn sendir í það verkefni að slökkva í sinu sem logaði við veginn hjá Frostastöðum í Blönduhlíð en þar gekk slökkvistörf vel en talsverður vindur var á vettvangi. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá sígarettu.
Á síðu Brunavarna segir að auk slökkvistarfa hafi einnig verið talsvert um verkefni í sjúkraflutningum síðustu daga.

Tengdar fréttir:
Brunavarnir Skagafjarðar með nýjan og fullkominn tækjabíl 
Eldur í Bílaverkstæði KS 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir