Eru listamennirnir ígildi 10.000 ferðamanna?

Þriðja starfsár Ness listamiðstöðvar á Skagaströnd er nú hafið. Það var hinn 1. júní 2008 að fyrstu listamennirnir komu til bæjarins og þeim hefur fjölgað mikið síðan en rétt um 200 manns hafa frá notið dvalarinnar.

Hver listamaður dvelur að minnsta kosti einn mánuð, sinnir sinni list á þann hátt sem hann vill. Margir ferðast um, vinsælast er að fara vítt um Húnavatnssýslur og Skagafjörð og jafnvel víðar. Æ algengara er að listamenn dvelji lengur en í einn mánuð, dæmi er um listamann sem kom í febrúar í vetur og fór í lok maí.

Fyrir samfélagið á Skagaströnd eru listamennirnir afar mikilvægir og með rökum má halda því fram að þeir fjölgi íbúum staðarins um 20% miðað við hvert ár. Hægt er að ganga lengra og fullyrða að slíkir ferðamenn séu að minnsta kosti ígildi um 10.000 ferðamanna á ári, miðað við að hver útlendur ferðamaður gistir að meðaltali í 1,8 nætur á Norðurlandi.

Enn eru nýjir listamenn boðnir velkomnir til mánaðardvalar á Skagaströnd. Þeir eru:

  • Angela Chong, Singapore
  • Christie Blizard, Bandaríkjunum
  • Eszter Burghardt, Kanada
  • Frances Valesco, Bandaríkjunum
  • Jared Betts, Kanada
  • Kasia Rose Tons, Ástralíu
  • Marla Sweeney, Bandaríkjunum
  • Melody Woodnutt, Ástralíu
  • Valerie Ng, Singapore

Ótrúlega margir listamenn hafa komið frá fjarlægum löndum. Í þessum mánuði vill til dæmis svo sérkennilega til að tveir eru frá Singapore og tveir frá Ástralíu.

Þess má geta að Nes listamiðstöð er opin til skoðunar daglega frá kl. 15 til 17.

/skagastrond.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir