Eva Rún komin á fleygiferð eftir erfið veikindi
Fimm mánuðir eru liðnir síðan Eva Rún Dagsdóttir, lykilleikmaður Tindastóls í körfubolta, lá mikið kvalin á gjörgæsludeild eftir að hafa fengið blóðtappa. Batinn hefur, sem betur fer, verið góður en sl. mánudag spilaði hún sinn fyrsta körfuboltaleik eftir veikindin. Hún segist ekki hafa mátt spila körfubolta fyrr en eftir mánuð hið minnsta í viðbót en fékk nýlega leyfi frá lækni sínum að spila aftur sem voru miklar gleðifréttir.
„Síðustu mánuðir hafa verið mikill rússíbani og mitt erfiðasta verkefni hingað til. Mín upplifun er sú að það er mjög lítið vitað um blóðtappa og það er verulega óþægilegt,“ skrifar hún á Facebook-síðu sína. Þar birtir hún, í fjórtán mínútna myndbandi, sögu sína síðustu fimm mánuði og fékk Feykir góðfúslegt leyfi til að birta það.
Tengd frétt: „Þetta kemur allt í litlum skrefum“