Fæðast, lifa og deyja í sinni heimabyggð

Er of mikið að fara fram á að fá að fæðast, lifa og deyja í sinni heimabyggð, spyrja sjúkraliðar á Norðurlandi vestyra en aðalfundur sjúkraliðadeildar  Norðurlands vestra var haldinn þann 20. október og samþykkti eftirfarandi ályktun:

Sjúkraliðar á Norðurlandi vestra vekja athygli á því góða starfi sem sjúkraliðar vinna á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum um land allt.  Ef sá niðurskurður sem boðaður hefur verið á framlögum til heilbrigðisstofnana gengur eftir er augljóst að mikil þekking, reynsla og færni fer forgörðum þar sem störfum mun fækka og þjónustan skerðast verulega við þá sem á þjónustu þurfa að halda.   Því  mótmælum við þessum niðurskurðartillögum  HARÐLEGA.

Við förum fram á að þingmenn með ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra í fararbroddi opni augun fyrir því að enginn grundvöllur er fyrir þessum niðurskurði og þeirri  aðför að velferðaþjónustunni sem í því felst.

Er of mikið að fara fram á að fá að fæðast, lifa og deyja í sinni heimabyggð.

Sjúkraliðadeild  Norðurlands vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir