Fækkar á atvinnuleysisskrá
Fækkað hefur um tvo á atvinnuleysisskrá þegar horft er yfir Norðurland vestra og er heildarfjöldi atvinnulausra nú 52. 24 konur og 28 karlar. Á Skagaströnd fækkaði um fjóra á atvinnuleysisskrá og eru þar í dag fimm á skrá sem er minnsta skráða atvinnuleysi á svæðinu.
Hvammstangi og nágrenni stendur í stað með 6 á skrá. Á Blönduósi eru 8 líkt á áður en á Sauðárkróki og nágrenni fjölgar um 2 og eru 13 skráðir atvinnulausir. 7 eru atvinnulausir á Hofsósi og nágrenni og hefur fækkað um 1 á Siglufirði eru síðan 13 og þar hefur fjölgað um 1. Þess bera að geta að mikið hefur verið um að laus störf séu auglýst á þessu svæði síðustu þrjár vikurnar og óhætt að segja að miðað við höfðatölu sé framboð lausra starfa mjög gott.