Færðu kennslustofurnar út undir bert loft

Kennarar á unglingastigi Árskóla brugðu á það ráð í morgun að færa kennslustofur sínar upp í Grænuklauf þar sem varla var verandi innan dyra sökum blíðviðris en úti er sól og yfir 20 stiga hiti.

 Krakkarnir voru greinilega hin ánægðustu með framtakið og grúfðu sig ofan í námsbækurnar.

 Á morgun hefur verið afráðið að blása til útivistardags í Árskóla Mæting er  kl. 8:10 í skólann að venju og síðan munu nemendur hvers árgangs,  búnir til útivistar, njóta morgunsins saman.

Þennan dag verður ekki boðið upp á nesti í skólanum, heldur eru nemendur beðnir að hafa nesti með sér að heiman sem þeir snæða úti í guðsgrænni náttúrunni.

Um kl. 11:00 verður safnast saman á nýju leiksvæði Árskóla við Skagfirðingabraut.  Þar mun nýja svæðið formlega vígt grillaðar verða pylsur í boði foreldrafélagsins og skólans. Eru foreldrar og aðrir velunnarar velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir