Fallega hetjan hún Matthildur

Fallega hetjan okkar hún Matthildur litla fór í stóra hjartaaðgerð í gær en samkvæmt upplýsingum af fésbókarsíðu föður hennar gekk aðgerðin vonum framar.
Aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi af einum færasta barnaskurðlækni landsins. Svona lýsti Halli stöðunni viku fyrir aðgerð; -Auðvitað læðist að okkur áhyggjur af næstu stóru hjartaaðgerðar Matthildar. Litli snúðurinn á að mæta á þriðjudaginn á DHM til rannsókna fyrir aðgerðina sem áætlað er að verði gerð á miðvikudag. Við erum svo "heppin", þ.e. lán í óláni að einn virtasti barnahjartaskurðlæknir Þýskalands kemur til með að framkvæma aðgerðina á Matthildi, ekki það að við treystum ekki hínum læknunum á DHM þá er þetta samt einhvernvegin aaaaaðeins betra. A hæla hins merka listamans skokka svo þáttagerðamenn þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF með myndavélar og hljóðnema til að taka upp verkefni hans. Það er liður í klukkutíma langri heimildamynd sem er verið að gera um hann og annan lækni um vinnu, líf og verkefni þeirra á einu ári. Hann kemur til með að tala við okkur og skýra fyrir okkur hvað verður gert í aðgerðionni, hverjar hugsanlegar afleiðingar þær gætu haft í för með sér sem og ákjósnalegustu markmið hennar, fyrir framan vélarnar... hm?... jæja, svoan er það bara... við fáum hæfni hans og nákvæmni fyrir örfáar sekúndur í þýsku sjónvarpi, þats að fair deal.
Feykir hugsar hlýlega til Matthildar litlu og erum við sannfærð um að hún verður fljót að jafna sig eftir þessa aðgerð. Enda sannur sigurvegari þarna á ferðinni.

Fleiri fréttir