Fatasöfnun vegna komu flóttamanna frá Sýrlandi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.04.2019
kl. 14.25
Húnavatnssýsludeild Rauða krossins leitar nú til almennings eftir fatnaði og húsgögnum vegna móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fatnað vanti á fullorðna í ýmsum stærðum og einnig
barnafatnað; skólatöskur, íþróttatöskur, íþróttafatnað og skófatnað fyrir eftirtalinn aldur. Stelpur 8, 10, 12 og 17 ára og strákar 2, 3, 7, 10, 11, 12. 13 og 14 ára.
Fötin þurfa að vera heil og hrein.Tekið verður á móti fatnaði fimmtudaginn 11. apríl milli kl. 18-22 að Húnabraut 13 (RKÍ húsinu) á Blönduósi. Þeir sem hafa ekki tök á að koma þá geta haft samband við Önnu Aspar í síma 868-0674.
Þeir sem eiga húsgögn sem þeir vilja gefa geta þeir sent myndir af þeim til Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, verkefnastjóra, á facebook messenger eða haft samband við hana í síma 695-9577.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.