Fékk í skrúfunna

Óskað var eftir aðstoð Húnabjargar, Björgunarskipi björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd, laust upp úr klukkan 10:35 í gærmorgun. Þá hafði Ólafur Magnússon HU 54 fengið í skrúfuna út undir Króksbjargi um 9 mílur frá Skagaströnd.  

Samkvæmt heimasíðu Strandar lagði Húnabjörg skömmu síðar úr höfn og var kominn að Ólafi um kl. 11:37 og tók bátinn í tog. Bátarnir komu til hafnar rétt um kl. 13:00.  Tiltölulega gott var í sjóinn, segir á heimasíðunni, vindur var norðanstæður 3 - 5 m/s og bjartviðri.

Fleiri fréttir