Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Skjáskot úr myndbandi dýraverndarsamtakanna AWF/TSB.
Skjáskot úr myndbandi dýraverndarsamtakanna AWF/TSB.

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.

„Það eru því áfall að verða vitni að þeirri meðferð sem sést í myndbandinu. Hvorki aðbúnaður, umgjörð og hvað þá heldur sú illa meðferð sem hryssurnar eru beittar er á nokkurn hátt réttlætanleg.

Það er skýlaus krafa Félags hrossabænda að rannsakað verði það sem fram kemur í myndbandinu og upplýst af hálfu Mast hvernig eftirliti með þessari starfsemi sé og hafi verið háttað og hver beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir á heimasíðu MAST að stofnunin líti málið alvarlegum augum og segir að verklag sem kemur fram í myndbandinu virðist stríða gegn starfsskilyrðum starfseminnar sem eigi að tryggja velferð hryssnanna. 

Hér fyrir neðan má sjá hið umrædda myndband sem svissnesk dýraverndarsamtök AWF/TSB (Animal Welfare Foundation/Tierschutzbund Zürich) stóðu að en það var gert opinbert í gær. 
Vert er að vara viðkvæma við myndefninu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir