Félags- og barnamálaráðherra fundaði með félagsmálastjórum af öllu landinu í Skagafirði

Ásmundur Einar ásamt félagsmálastjórum allra sveitarfélaga landsins. Mynd af vef stjórnarráðsins.
Ásmundur Einar ásamt félagsmálastjórum allra sveitarfélaga landsins. Mynd af vef stjórnarráðsins.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti fund með félagsmálastjórum allra sveitarfélaga landsins í Skagafirði í dag. Þar var farið ítarlega yfir vinnu er varðar málefni barna sem fer fram í félagsmálaráðuneytinu um þessar mundir.

Á vef félagsmálaráðuneytisins kemur fram að vinnan snúi meðal annars að heildarendurskoðun barnaverndarlaga og endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn á Íslandi. „Þeir sem vinna í nærumhverfi barna eru ómissandi samstarfsaðilar í slíkri vinnu og afar mikilvægt að eiga við þá milliliðalaust samtal. Þessi reynslumikli hópur lagði eins og við var að búast mikið til málanna og var ánægjulegt að skynja viljann til breytinga,“ segir Ásmundur Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir