Félagsfundur og aðalfundur Kjalar
Félagsfundur Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþágu, verður haldinn í Kántrýbæ í dag 7. mars klukkan 17:00. Dagskrá fundarins verður málefni aðalfundar sem haldinn verður þann 19. mars og önnur mál. Veitingar verða í boði á fundinum og happdrætti.
Aðalfundur Kjalar verður svo haldinn á Hótel KEA 19.mars og hefst hann klukkan 20:00. Þar verða viðhöfð venjuleg aðalfundarstörf sem og önnur mál.
