Félagsmálastjóri í stað Þórunnar Elfu

Félags- og tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að Félagsmálastjóri taki sæti Þórunnar Elfu Guðnadóttur í þjónustuhóp aldraðra í Skagafirði.

 

Þjónustuhópur aldraðra skal starfa í sveitarfélaginu skv. lögum um málefni aldraðra. Með nýjum lögum um vistunarmat hefur hlutverki þjónustuhóps verið breytt og hefur dregist að fullskipa í hópinn. Jafnframt er farið fram á við sveitarstjórn að  leitað verði tilnefningar fulltrúa Heilbrigðisstofnunar og Félags eldri borgara í Skagafirði í þjónustuhópinn.

Fleiri fréttir