Félagsmenn í Tindastól hvattir til að greiða félagsgjaldið

Um síðustu mánaðarmót komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Tindastóls á aldrinum 18-70 ára en um svokallaða valgreiðslu er þó að ræða. Á heimasíðu Tindastóls eru þeir félagar sem hafa tök á hvattir til að leggja félaginu lið og greiða félagsgjaldið, 3500 krónur.

Í stjórn U.M.F. Tindastóls, sem kosin var á aðalfundi félagsins 27. mars 2019 sitja: 

Jón Kolbeinn Jónsson, formaður
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, varaformaður
Jóhannes Björn Þorleifsson, gjaldkeri
Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ritari
Jón Hjörtur Stefánsson, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn:
Einar Ingvi Ólafsson
Sigurður Helgi Sigurðsson
Sigþrúður Jóna Harðardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir