Ferðalangar kreista sömu brúsana á pylsubörum vegasjoppanna

Pylsa með öllu nema COVID er gómsætur skyndibiti. Mynd af netinu.
Pylsa með öllu nema COVID er gómsætur skyndibiti. Mynd af netinu.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur fengið ábendingu um að endurskoða beri það verklag sem tíðkast víða á vegasjoppum að viðskiptavinirnir sjálfir hafi hendur á sömu sósubrúsunum, á pylsustöndum.

Á heimasíðu embættisins segir að í ljósi umræðu um smithættu vegna COVID 19 veirunnar  séu neytendur varari um sig, en áður. „Sett er spurningamerki við það verklag að ferðalangar vítt og breitt úr heiminum séu að kreista sömu brúsana og matast síðan í kjölfarið.

Heilbrigðiseftirlitið tekur undir þessi sjónarmið og beinir þeim óskum til þeirra rekstraraðila þar sem umrætt verklag er viðhaft, að það verði endurskoðað,“ segir á hnv.is

Fleiri fréttir