Ferðaþjónar kynna starfsemi sína
Á fimmtudaginn kemur stendur Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði fyrir árlegum súpufundi á Hótel Varmahlíð. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 14.
Á fundinum gefst ferðaþjónustuaðilum tækifæri til að kynna starfsemi sína og dreifa kynningarefni sínu fyrir sumarið. Allir eru velkomnir á fundinn.
