Feykir óskar eftir tilnefningum um mann ársins 2014 á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.12.2014
kl. 14.39
Líkt og undanfarin ár auglýsir Feykir eftir tilnefningum um mann ársins á Norðurlandi vestra. Tilnefningunni skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti 15. desember nk.
Tilgreina skal nafn og gera stutta grein fyrir fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt.