Fimm heimastúlkur til viðbótar skrifa undir samning

Laufey Harpa, Krista Sól, Eyvör, Marsilía og María Dögg. MYNDIR: UMFT
Laufey Harpa, Krista Sól, Eyvör, Marsilía og María Dögg. MYNDIR: UMFT

Nú nýverið skrifuðu fimm heimastúlkur undir samning við Tindastól um að leika með liðinu í sumar. Að sögn Rúnars Rúnarssonar, fráfarandi formanns knattspyrnudeildar, er um árssamninga að ræða og hafa nú allar þær heimastúlkur sem verið hafa viðloðandi meistaraflokk félagsins síðasta árið skrifað undir samning.

Stúlkurnar sem settu nafn sitt á samning eru Eyvör Pálsdóttir, Krista Sól Nielsen, Laufey Harpa Halldórsdóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir.

Fyrir um mánuði skrifuðu tíu heimastúlkur undir samning og í vetrarbyrjun skrifuðu bandarísku stúlkurnar Amber, Jackie og Mur undir samning. Ljóst er að styrkja þarf liðið fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni og það verður væntanlega eitt af fyrstu verkefnum nýs formanns knattspyrnudeiildar.

Næsti leikur Tindastóls-liðisins í Lengjubikarnum er nk. laugardag á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn hefst kl. 14:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir