Fimm mættu á íbúafund um fjárhagsáætlun Svf. Skagafjarðar

Menningarhúsið Miðgarður.
Menningarhúsið Miðgarður.

Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar hélt sinn fyrsta fund, í röð opinna íbúafunda, í Varmahlíð sl. mánudagskvöld. Þar voru tekin fyrir mál fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2020 en einnig var fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.

Ekki er hægt að segja að íbúar hafi fjölmennt þar sem einungis fimm manns létu sjá sig. Í kvöld verður fundur á KK Restaurant á Sauðárkróki og hefst hann klukkan 17.

Þriðjudaginn 26. nóvember verður svo þriðji fundurinn haldinn í Höfðaborg á Hofsósi  klukkan 20 og tveir þeir síðustu þann 28. nóvember í Undir Byrðunni á Hólum klukkan 17 og á Ketilási í Fljótum klukkan 20.

Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru hvattir til þess að mæta á íbúafundina, koma með hugmyndir og taka þannig þátt í að móta framtíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir