Finni fær ekki greiddan út Lottóvinninginn

Finni Helgu hlakkar til að komast með konunni til Tenerife þegar hann fær Lottóvinninginn loksins greiddan.
Finni Helgu hlakkar til að komast með konunni til Tenerife þegar hann fær Lottóvinninginn loksins greiddan.

Finni Guðjónsson, eða Finni Helgu eins og flestir þekkja hann, hafði samband við Dreifarann og sagðist ósáttur við Lottó. Hann hringdi strax suður um leið og hann frétti af vinningnum en allt kemur fyrir ekki. „Þau bara neita að greiða mér út vinninginn þetta ... þetta ... þetta fólk!“

-Ég er búinn að panta ferð utan fyrir okkur hjónin til Tenerife og er að láta taka garðinn í gegn. Þetta fólk getur ekki bara gengið svona á bak við orðin sín...

Og á hvaða forsendum vilja þau ekki greiða út vinninginn? -Á hvaða forsendum?!? Nú þau segja að ég verði að framvísa vinningsmiðanum.

Er það eitthvað vandamál? Ja, já, ég er ekkert með einhvern miða.“

Nú, hversvegna segistu þá hafa unnið í Lottó? -Það er alltaf verið að auglýsa það maður!

Hvernig þá Finni minn? -Þú hlýtur að vera búinn að heyra þetta margoft sjálfur, það er alltaf verið að auglýsa þetta: -Finni einn með aðaltölurnar réttar í Lottóinu!- Finni – það er ég! Afi nafni minn er farinn yfir móðuna, blessuð sé minning hans, þannig að það er ekkert um neinn annan Finna að ræða.

Já, það er rétt en... -Það er ekkert en neitt, þekkirðu einhvern annan Finna en mig?

Neinei, en í auglýsingunni er átt við Finna, sko finnskan mann frá Finnlandi. -Ha? Frá Finnlandi? Ertu ekki að grínast? Er einhver Finni þar?!?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir