Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Starfsfólk og nemendur skólans vorið 1980. Mynd: fnv.is
Starfsfólk og nemendur skólans vorið 1980. Mynd: fnv.is

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.

Starfsfólki skólans og fyrrum starfsfólki hans var boðið til borðhalds í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki en þar þurfti að skrá sig til þátttöku.

 Á árabilinu 2014–2018 hefur meðalfjöldi nemenda í FNV, vor og haust, verið um 500 á önn. 

Liðlega 61% nemenda skólans haustið 2018 var á hefðbundnum framhaldsskólaaldri, þ.e. 16–20 ára og voru karlar hlutfallslega fleiri en konur í þessum aldurshópi eða 56,5% á móti 43,5%. Eins og vænta mátti komu 67,7% nemendahópsins af Norðurlandi vestra haustið 2018 og flestir frá Sauðárkróki og dreifbýlis Skagafjarðar.

(Fréttin hefur verið uppfærð)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir