Fjölmiðlaval með bloggsíðu
Á slóðinni www.ovitinn.blog.is má finna bloggsíðu krakkanna í fjölmiðlafræði Grunnskólans á Blönduósi. Síðan er skemmtilega sett upp hjá krökkunum og inni á henni má finna fréttir úr skólalífinu.
Eða eins og krakkarnri lýsa því sjálf. -Við krakkarnir í fjölmiðlafræði opnuðum þessa síðu sem heitir Óvitinn.Hér eigum við eftir að skrifa fréttir um skólann, slúður, nýja nemendur og margt fleira. Þessi síða er opin fyrir alla til að skoða nýjustu fréttir og svoleiðis.
Gott framtak þetta, til hamingju með síðuna krakkar.
