Fjölnet hýsir fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins

Frá vinstri Styrkár Hendriksson fyrir hönd Fjársýslu ríkisins og Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets. Aðsend mynd.
Frá vinstri Styrkár Hendriksson fyrir hönd Fjársýslu ríkisins og Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets. Aðsend mynd.

Fjársýsla ríkisins hefur samið við Fjölnet um hýsingu á fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins en samningurinn kemur í kjölfar útboðs Fjársýslunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Fjörutíu stofnanir og ráðuneyti munu nýta sér kerfið sem ætlað er til að samræma og einfalda verklag við ársáætlanagerð.

„Tilgangurinn með innleiðingu á áætlanakerfi er að ná betri yfirsýn og markmiðum um breytt verklag við áætlanagerð, sem leiðir af nýlegum lögum um opinber fjármál. Í þeim er að finna ákvæði sem ætlað er að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og leiða til aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að ábyrgð og skyldur eru skýrar og gagnsæjar,“ segir Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets. „Að auki er markmið ríkisins að bæta áætlanagerð til lengri tíma og mun skilvirkara verklag einfalda vinnu og auka gæði við gerð áætlana.“
Fjársýsla ríkisins er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála og sér um fjármál ríkisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir