Fjölskylduvænn Tindastóll

Þessi ungi maður er aðeins tveggja ára

Á skíðasvæðinu í Tindastól er gott skíðafæri hvort heldur sem er í brekkunni eða á göngubrautinni. Brottfluttir Norðlendingar sem og aðrir gestir nutu blíðunnar í dag og renndu sér á skíðum og brettum.

 

 

 

 

Skíðaíþróttin er sannkölluð fjölskylduíþrótt enda ekki allir háir í loftinu sem voru í brekkunni. Einn sem blaðamaður rakst á var aðeins tveggja ára en engu var líkara en hann hefði æft í mörg ár.

Viggó er afar hjálplegur við gesti sína

Viggó Jónsson staðarhaldari sagði að þónokkuð rennirí væri búið að vera í fjallið og nokkuð um að borgarbúar kæmu til að renna sér enda besta færið hér fyrir norðan. Þetta kæmi þjónustuaðilum til góða bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslum bæði hvað varðar matsölu og gistingu.

 

 

 

Fleiri fréttir