Fjör í Grunnskóla Húnaþings vestra

Frá árshátíðinni í fyrra. Mynd af heimasíðu Grunnsk. V-Hún

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin í kvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga. Árshátíðin hefst kl. 20:00 með frábærum skemmtiatriðum.

Að skemmtidagskrá lokinni vera kaffiveitingar í húsnæði skólans á Hvammstanga og jafnhliða hefst dansleikur þar sem hljómsveitin GHG og Ingibjörg spilar fyrir dansi.

Börn undir grunnskólaaldri fá frítt inn á árshátíðina. Forsala á miðum verður í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga fimmtudaginn 20. nóvember kl. 11-16
Miðar verða einnig seldir við innganginn.
Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda.

Fleiri fréttir