Fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki
Það verður líf og fjör í íþróttahúsinu við Árskóla nú í morgunsárið en á milli 10 og 12 verður sameiginleg dagskrá í íþróttahúsinu fyrir alla nemendur skólans og gesti þeirra frá Englandi, Danmörku og Skotlandi.
Meðal þess sem boðið verður upp á er glímusýning. Á heimasíðu Árskóla eru foreldrar og aðrir aðstandendur boðnir sérstaklega velkomnir.