Fjórðu Maríudagarnir

Um síðustu helgi fóru Maríudagar fram að Hvoli í Vesturhópi í Húnaþingi vestra. Var það í fjórða sinn sem fjölskylda listakonunnar Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli heiðraði minningu hennar með þessum hætti.

Vefurinn Norðanátt kíkti á Maríudaga á sunnudeginum og fylgdist með því er messugestir í hestamannamessu sem haldin var í Breiðabólsstaðarkirkju komu ýmist gangandi eða ríðandi á hesti á Maríudaga. Á sýningunni var margt um manninn og góð stemmning.

Sýningin var tileinkuð útskurði og tálgun í tré og voru verkin á sýningunni eftir Kristínu og Oddnýju, dætur Maríu, og Helga Björnsson og Sigurjón Gunnarsson, tvo systkinasyni Maríu.

Auk þessa var ljósmyndasýning þar sem sýndar voru gamlar myndir af sveitunum í leik og starfi.

Frá þessu er sagt á vefnum Norðanátt.is.

 

Fleiri fréttir