Fljótandi frúr á konukvöldi

Flotið á konukvöldi. Mynd: Auður Björk Birgisdóttir.
Flotið á konukvöldi. Mynd: Auður Björk Birgisdóttir.

Það var glatt á hjalla í sundlauginni á Hofsósi á miðvikudagskvöldið þegar 50 konur, víðsvegar að og á öllum aldri, fjölmenntu á konukvöld hjá Infinity Blue. Dagskráin var fjölbreytt og óhætt er að segja að allir ættu að hafa upplifað eitthvað við sitt hæfi.
Auk þess að fá að fljóta eins og korkar með þar til gerðar hettur og hnjábelti til að auðvelda flotið var boðið upp á Jóga sem Pálína Sigurðardóttir stjórnaði en hún er um þessar mundir að útskrifast sem kennari í Jóga í vatni. Eva Karlotta tók nokkur lög og Séra Halla Rut flutti erindi. Kjólakistan á Siglufirði, LottaK og Pure Natur kynntu vörur sínar og buðu til sögu og loks var happdrætti með fjölda góðra vinninga. Væntanlega hafa allir farið glaðir og endurnærðir heim að loknu góðu kvöldi.

Infinity Blue hóf starfsemi sína í ágúst í fyrra og naut flotið strax mikilla vinsælda. Í sumar verður Infinity Blue með opið í floti frá klukkan 22:00 - 01:00 ef eftirspurn verður og er æskilegt að bóka tíma. Reiknað er með u.þ.b. klukkutíma afnotum af flotbúnaðinum á mann og fá gestir einnig afnot af heita pottinum.Jóga í vatni. Mynd: Auður Björk Birgisdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir