Flökkukindur úr Skagafirði
Lítið skilaði sér af fé þegar réttað var í Sauðárkróksrétt sl. laugardag og ekki skilaði féð sér heldur í Staðarrétt og undruðust menn um Sauðárkróksféð. Það skilaði sér síðan og gott betur í gærkvöld en komið var með um 550 skagfirskar kindur sem höfðu stungið sér í sæluna í Húnavatnssýslu.
Það var Ari Jóhann Sigurðsson sem fór fyrir fríðum hópi Skagfirðingar í að endurheimta féð en alls komu 45 kindur í Skrapatungurétt og síðan drógu þeir félagar um 500 skagfirskar kindur í Bólstaðahliðarrétt.