Flöskusöfnun hjá körfuboltanum í dag

Flöskusöfnun hjá körfuknattleiksdeildinni í dag Körfuknattleiksdeildin hyggst fara um bæinn og safna tómum flöskum frá íbúum í fjáröflunarskyni á þriðjudag. Allir eldri iðkendur eru beðnir um að taka þátt í söfnuninni.

Flöskusöfnunin er sameiginlegt verkefni stjórnar og unglingaráðs og er 50/50 tekjuskipting á milli þessara aðila. Yngri iðkendurnir safna en meistaraflokksmenn taka á móti, telja og gera klárt í skilin í Vörumiðlun.

Það er afar mikilvægt að iðkendur taki þátt í söfnuninni því svona fjáraflanir eru hluti af því að hægt sé að halda æfingagjöldum svo lágum sem raun ber vitni.

Mæting er í íþróttahúsinu kl. 18.30. Krakkarnir í minniboltanum munu ekki ganga í hús heldur eru þau beðin um að koma með eitthvað heima frá sér ef til er og skila í íþróttahúsinu á milli kl. 18.30 og 19.00.

Bæjarbúar sem það kjósa, geta skilað flöskunum í íþróttahúsið á milli kl. 18.30 og 19.00.

Allir iðkendur í 7. bekk og eldri eru beðnir um að taka þátt í þessu fjáröflunarverkefni.

Bæjarbúar eru beðnir um að taka vel á móti krökkunum seinni part miðvikudagsins og gauka að þeim tómum flöskum eftir jólahátíðina, en búast má við að talsvert sé til af flöskum á heimilum bæjarbúa þessa dagana.

Umsjónarmaður flöskusöfnunarinnar er María Sævarsdóttir

Fleiri fréttir