Flughált á Holtavörðu- og Öxnadalsheiði

Talsvert hefur tekið upp á vegum á láglendi á Norðurlandi en þó er sumstaðar nokkur hálka eða krapi, einkum á útvegum. Flughált er á Holtavörðuheiði, eins á Öxnadalsheiði en þar er einnig hvasst.

Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt. Snýst í vaxandi norðaustan átt eftir hádegi á morgun með snjókomu. Kólnandi veður, frost 0 til 7 stig í nótt og á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Breytileg átt, 5-13 og stöku él, en vaxandi norðan átt þegar líður á daginn með snjókomu, fyrst norðantil. Norðaustan 15-23 seint um kvöldið og snjókoma, en þurrt að mestu sunnantil. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Norðan 15-23 m/s, hvassast austantil á landinu. Snjókoma eða él, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag:

Norðan 8-13 m/s, en 10-15 austast. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en annars dálítil él. Harðnandi frost.

Á laugardag:

Norðvestlæg eða breytileg átt, bjart í veðri og talsvert frost, en dálítil él vestantil síðdegis.

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir norðvestlæga átt með dálitlum éljum. Kalt í veðri.

Fleiri fréttir